Fréttir
fok
Aska og jarðvegur fýkur suðvestur af landinu 10. september 2011.

Fok á sunnanverðu landinu

13.9.2011

Talsvert jarðvegs- og öskufok hefur verið á sunnanverðu landinu í norðanáttinni undanfarna daga.

LiDAR-mælitæki sem Veðurstofan er með í láni frá National Centre for Atmospheric Science (NCAS) í Bretlandi mælir sand og ösku í andrúmsloftinu. Tækið, sem staðsett er á Önundarhorni undir Eyjafjöllum, hefur mælt talsvert jarðvegs- og öskufok undanfarna daga.

Umhverfisstofnun rekur færanlega loftgæðastöð sem staðsett er á Raufarfelli og mælir styrk svifryks.

Myndin hér fyrir neðan sýnir öskufok suður af Grímsvötnum um hádegi í dag, 13.09.2011. Öskufokið sést sem brúnleitur flekkur til suðsuðvesturs.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica