Fréttir
Við Sólheimajökul
Norskir starfsmenn NVE við Sólheimajökul.

Heimsókn starfsmanna norsku vatns- og orkumálastofnunarinnar

30.8.2011

Dagana 23.-25. ágúst heimsóttu starfsmenn vatnamælingadeildar norsku vatns- og orkumálastofnunarinnar, Norges vassdrags- og energidirektorat,  Veðurstofu Íslands. Fulltrúar beggja stofnana kynntu starfsemina í húsakynnum Veðurstofunnar við Bústaðaveg  og skoðuðu búnað og tæki.

Hópurinn fór síðan í tveggja daga ferðalag og skoðaði vatnamælistöðvar og jarðfræði á Suðurlandi, með leiðsögn Jóns Ottós Gunnarssonar sérfræðings í mælarekstri og Odds Sigurðssonar jarðfræðings. NVE og vatnamælingasvið Veðurstofu Íslands hafa átt samskipti um langt skeið.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica