Fréttir
fáni dreginn að húni
Ísland formlega boðið velkomið sem fyrsta nýja aðildarþjóð ECMWF: Árni Snorrason, Alan Thorpe, Dominique Marbouty og Francois Jacq.

Þing Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa

Ísland fyrsta nýja aðildarþjóðin

19.6.2011

Fyrr á árinu varð Ísland fullgildur aðili að ECMWF, Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, eftir að hafa verið aukaaðili frá því seint á 8. áratug síðustu aldar.

Dagana 16. - 17. júní var 75. þing ECMWF haldið. Þar var Ísland formlega boðið velkomið sem fyrsta nýja aðildarþjóðin síðan miðstöðin var stofnuð.

Þetta var gert á skemmtilegan hátt með því að fáni Íslands var dreginn að húni fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. Árni Snorrason forstjóri dró fánann að húni. Með honum á myndinni eru frá vinstri: Alan Thorpe, nýr forstjóri ECMWF, Dominique Marbouty, fráfarandi forstjóri, og Francois Jacq, forseti ECMWF.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica