Fréttir

Lágský við Ísland
© Veðurstofa Íslands
Mynd 1. Veðurtunglamynd kl. 13:04 9. júlí 2008. Myndin er samsett sem kallað er, en þá er blandað saman upplýsingum úr tveimur eða fleiri rófrásum gervihnattarins. Hér er tveimur sýnilegum rásum (1 og 2) blandað við innrauða rás (4) þannig að út kemur mynd í litum sem draga fram mismunandi fyrirbrigði á ólíkan hátt. Lágský, sem samsett eru úr örsmáum vatnsdropum, verða gul á myndinni. Þau eru mjög áberandi allt í kring um land. Köld háský verða bláleit og þannig band má sjá efst á myndinni norðan við Vestfirði. Margt athyglisvert má annars sjá á myndinni og aðeins fátt nefnt hér. Dularfullur sveipur er við Reykjanes, ekki er gott að segja hvað nákvæmlega stýrir honum. Einkennilegar rendur eru úti fyrir Austfjörðum. Þar gæti kalda loftið verið að sullast að og frá landi. Austfjarðafjöllin standa öll upp úr þokunni. Þokuský liggja yfir Eyjafirði, en rönd er eftir miðjum Eyjafjarðardalnum. Þar hlýtur að vera vægt niðurstreymi, en uppstreymi með hlíðum beggja vegna.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica