Fréttir
Búlandsdalur.

Vatnavextir og skriðuhætta

28.9.2017

Spáð er áframhaldandi rigningu með hléum á Austurlandi næstu daga. Við þessar aðstæður getur jarðvegur orðið gegnsósa sem eykur líkur á skriðum, jafnvel utan hefðbundinna skriðusvæða.

Úrhelli hefur verið á austanverðu landinu síðustu daga með vatnavöxtum. Flóð hafa valdið vandræðum m.a. við Hornafjörð, Álftafjörð, Hamarsfjörð, Berufjörð og í Fljótsdal. Skriður hafa fallið yfir þjóðveginn í Berufirði og skriða fór yfir vegslóða sem liggur í Vöðlavík og Viðfjörð og einnig er vitað um smærri skriður.

Uppsöfnuð úrkoma undanfarna fimm daga er orðin talsverð, t.d. hafa mælst 270 mm á þessum tíma í Fáskrúðsfirði og yfir 300 mm á Kvískerjum. Síðustu 10 daga hafa mælst um 350 mm á Fáskrúðsfirði, yfir 300 í Neskaupstað og um 420 á Gilsá inn af Breiðdal.

Skriða féll í Hamarsfirði skömmu fyrir hádegi í dag, 28. september. Einnig er vitað um skriðu niður á tún í Skriðdal.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica