Fréttir
Frá Svartárkoti í Bárðardal í lok janúar 2009. Myndin er tekin í bæjardyrunum yfir ísi lagt Svartárvatn. Fjöllin á myndinni eru (frá vinstri) Eggert, Kollóttadyngja og yfir hana (hægra megin) sést í t
Mest frost í mánuðinum mældist -29,8 stig í Svartárkoti í Bárðardal 8. mars. Smelltu á myndina til að lesa meira.

Tíðarfar í mars 2019

Stutt yfirlit

2.4.2019


Marsmánuður var nokkuð hagstæður. Hiti var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fyrri helming mánaðarins á meðan seinni hlutinn einkenndist af suðvestlægum áttum. Vindhraði var nærri meðallagi.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist 1,2 stig, 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,0 gráður, 1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 0,3 stig og 2,1 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2009-2018 °C
Reykjavík 1,2 0,7 54 149 -0,6
Stykkishólmur 0,3 1,1 57 174 -0,7
Bolungarvík -0,3 1,3 47 122 -0,5
Grímsey 0,4 2,2 32 146 0,1
Akureyri 0,0 1,3 44 139 -0,5
Egilsstaðir 0,1 1,5 25 65 -0,2
Dalatangi 2,0 1,9 25 81 0,2
Teigarhorn 1,5 1,1 50 147 -0,3
Höfn í Hornaf. 2,1


-0,3
Stórhöfði 2,1 0,4 58 til 60 143 -0,6
Hveravellir -4,9 1,1 21 til 22 55 -0,5
Árnes -0,1 0,7 53 140 -0,7

Meðalhiti og vik (°C) í mars 2019

Að tiltölu var hlýjast á annesjum norðaustanlands, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,5 stig á Raufarhöfn. Annarsstaðar á landinu voru hitavik miðað við síðustu tíu ár að mestu neikvæð, mest í Svartárkoti, -1,2 stig.


Hitavik sjálfvirkra stöðva í mars miðað við síðustu tíu ár (2009-2018).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 3,1 stig. Lægstur var hann í Sátu, -6,3 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, -4,3 stig.

Mest frost í mánuðinum mældist -29,8 stig í Svartárkoti þ. 8. Hæsti hiti mánaðarins mældist 13,7 stig á Kvískerjum þ. 26.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 91,5 mm sem er 12 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 42,9 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 116,4 mm sem er um 60 % umfram meðallag. Á Höfn í Hornafirði mældust 116,1 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 15, einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 8 daga, tveimur færri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 6, sex færri en að meðaltali 1971 til 2000. Alhvítt var 22 daga á Akureyri sem er 6 fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 108,4 sem er 2,7 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 93,8 sem er 17 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var 0,2 m/s yfir meðallagi. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fyrri helming mánaðarins á meðan seinni hlutinn einkenndist af suðvestlægum áttum. Mesta hvassviðri mánaðarins var þ. 22. Einnig var hvasst dagana 11. til 13. og þ. 27.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 996,9 hPa og er það 6,2 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1025,2 hPa á Egilsstaðaflugvelli þ. 25. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 948,2 hPa á Raufarhöfn þ. 23.

Fyrstu þrír mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu þrjá mánuði ársins var 0,9 stig sem er 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 37. sæti í lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna þriggja -0,7 stig. Það er 1,0 stig ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,7 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 44. sæti á lista 139 ára. Úrkoma hefur verið um 20% umfram meðallag í Reykjavík, en 35% umfram meðallag á Akureyri.

Veturinn (desember 2018 til mars 2019)

Veturinn var fremur mildur. Vel fór með veður og illviðri voru með færra móti. Óvenju hlýtt var á landinu í desember og fram í miðjan janúar. Þá tók við samfelldur kuldakafli sem stóð fram í miðjan febrúar. Eftir það var veðrið breytilegra.

Meðalhiti í Reykjavík í vetur var 1,3 stig og er það 1,3 stigum ofan meðallags sömu mánaða 1961 til 1990, en 0,2 stigum ofan meðallags síðstu tíu ára. Veturinn var í 19. sæti yfir hlýjustu vetur frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík 1871. Á Akureyri var meðalhitinn -0,4 stig sem er 1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var veturinn í 34. hlýjasta sæti frá upphafi mælinga.

Úrkoma var um 15 % umfram meðallag í Reykjavík en rúmlega 30% umfram meðallag á Akureyri.

Alhvítir dagar í vetrarmánuðunum fjórum voru 39 í Reykjavík, 14 færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar 84, 6 fleiri en að meðaltali.

Skjöl fyrir mars

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í mars 2019 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica