Fréttir
Gervihnattamynd tekin 24. febrúar. Hér sést vel hversu snjólétt Suðvesturlandið er.

Tíðarfar í febrúar 2021

Stutt yfirlit

1.3.2021


Febrúar var hagstæður, vindur hægur og illviðri fátíð. Mánuðurinn var hlýr og snjóléttur á Suðvesturlandi á meðan svalara var norðaustanlands. Hiti var þó allstaðar yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Það var tiltölulega þurrt á landinu vestanverðu en úrkomusamara austanlands.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í febrúar var 2,6 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 1,2 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,1 stig, 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,1 stig og 2,9 stig í Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1991-2020 °C röð af vik 2011-2020 °C
Reykjavík 2,6 2,1 10 151 1,2
Stykkishólmur 1,1 1,2 23 176 0,3
Bolungarvík 1,2 1,8 16 124 0,7
Grímsey 1,0 1,1 18 148 0,0
Akureyri -0,1 0,7 41 141 -0,3
Egilsstaðir -0,6 0,4 25 67 -0,8
Dalatangi 2,9 1,6 8 83 0,6
Teigarhorn 2,7 1,9 11 149 0,8
Höfn í Hornaf. 2,9


0,7
Stórhöfði 3,6 1,6 13 145 0,9
Hveravellir -4,1 1,3 14 57 0,2
Árnes 1,7 2,5 10 142 0,4

Febrúar var að tiltölu hlýr suðvestanlands en kaldari norðanlands. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,7 stig við Skarðsfjöruvita. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -1,1 stig á Möðruvöllum.


Hitavik sjálfvirkra stöðva í febrúar miðað við síðustu tíu ár (2011-2020).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 4,8 stig í Surtsey en lægstur -5,9 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,6 stig í Svartárkoti.Frostlaust var allan mánuðinn í Surtsey og er það fátítt.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,4 stig á Eskifirði þ. 27. Mest frost í mánuðinum mældist -25,4 stig við Hágöngur þ. 1. Í byggð mældist frostið mest -23,0 stig í Svarárkoti þ. 2.

Úrkoma

Það var tiltölulega þurrt á landinu vestanverðu en úrkomusamara á Austurlandi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 49,1 mm sem er 54% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoman 30,9 mm sem er 60% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 42,0 mm og 208,5 mm á Höfn í Hornafirði.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 11, þremur færri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga mánaðarins, einum fleiri en í meðalári.

Snjór

Febrúar var mjög snjóléttur suðvestanlands. Alhvítir dagar í Reykjavík voru 3, níu færri en að meðaltali 1991 til 2020. Alhvítir dagar á Akureyri voru 20 sem er 4 dögum fleiri en að meðaltali 1991 til 2020.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 65,7, sem er 4,1 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 37,2 sem er 3,3 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Mánuðurinn var hægviðrasamur og illviðri fátíð. Vindur á landsvísu var 0,9 m/s undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1001,6 hPa og er það 2,8 hPa yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.

Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1037,4 hPa í Grímsey og á Raufarhöfn þ. 6. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 966,5 hPa í Surtsey þ. 20.

Fyrstu tveir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tvo mánuði ársins var 1,1 stig sem er 0,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en jafn meðalhita síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 25. sæti á lista 151 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna tveggja -1,3 stig. Það er -0,6 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 1,2 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 58. sæti á lista 141 ára. Það hefur verið þurrt í Reykjavík það sem af er ári, úrkoman hefur verið um 50% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur verið um 15% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir febrúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í febrúar 2021 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnumveðurstöðvum er hægt að sækja í sérstaka töflu.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica