Fréttir
Veðurstöðin í Surtsey
Meðalhiti mánaðarins var hæstur 3,8 stig í Surtsey.

Tíðarfar í febrúar 2019

Stutt yfirlit

1.3.2019


Mánuðurinn var mjög tvískiptur. Fyrri hluti mánaðarins var kaldur og þónokkur snjór var á landinu. Þurrt og bjart var suðvestanlands en úrkomusamara norðanlands. Mikil hlýindi einkenndu síðari hluta mánaðarins og snjóa leysti víðast hvar á láglendi.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í febrúar var 1,0 stig og er það 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,1 stig, 0,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -0,1 stig og 1,5 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2009-2018 °C
Reykjavík 1,0 0,7 46 149 -0,3
Stykkishólmur -0,1 0,6 57 174 -0,8
Bolungarvík -0,2 0,8 41 122 -0,5
Grímsey 0,2 1,2 36 146 -0,5
Akureyri -1,1 0,4 61 139 -0,9
Egilsstaðir -1,1 0,8 30 65 -0,9
Dalatangi 1,6 1,0 25 til 26 81 -0,5
Teigarhorn 1,5 1,3 36 147 -0,1
Höfn í Hornaf. 1,5


-0,4
Stórhöfði 2,8 0,8 33 143 0,1
Hveravellir -4,9 1,1 20 55 -0,3
Árnes 0,0 1,0 30 140 -0,1

Meðalhiti og vik (°C) í febrúar 2019

Hiti í mánuðinum var tvískiptur. Í byrjun mánaðar var mjög kalt á meðan hlýindi einkenndu síðari hlutann. Að tiltölu var hlýjast við suðurströndina, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,7 stig í Skaftafelli. Að tiltölu var kaldast inn til landsins norðaustanlands, neikvætt hitavik var mest í Möðrudal, - 1,6 stig.  



Hitavik sjálfvirkra stöðva í febrúar miðað við síðustu tíu ár (2009-2018).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 3,8 stig í Surtsey en lægstur -6,3 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,8 stig í Svartárkoti.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,2 stig á Skjaldþingsstöðum þ. 23. Mesta frost í mánuðinum mældist -29,3 stig í Svartárkoti þ. 3. 

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 72,9 sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990. Febrúar var úrkomusamur á Akureyri, úrkoman mældist 78,1 mm, sem er 84% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 49,0 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 15, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga mánaðarins, fimm fleiri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 17, fimm fleiri en að meðaltali 1971 til 2000. Alhvítt var 25 daga á Akureyri sem er 6 fleiri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 74,0 sem er 22,1 stundum fleiri en í meðallagi í janúar. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 40,2, sem er 4 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Meðalvindhraði á landsvísu var um 0,4 m/s yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fyrstu tíu daga mánaðarins en eftir það urðu suðlægar áttir tíðari. Mikið hvassviðri gekk yfir landið dagana 25. og 26. febrúar.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1000,1 hPa sem er 2,5 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1022,8 hPa á Höfn í Hornafirði þ. 25. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 972,6 hPa á Keflavíkurflugvelli þ. 12.

Fyrstu tveir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík var 0,7 stig sem er 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 33. til 34. sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna tveggja -1,0 stig. Það er 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 49. sæti á lista 139 ára. Úrkoma hefur verið um 20% umfram meðallag í Reykjavík, en 50% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir febrúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í febrúar 2019 (textaskjal).

Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica