Fréttir
vísindagögn
Oddur Sigurðsson jarðfræðingur tekur á móti vísindagögnum.

Tekið á móti vísindagögnum

20.6.2017

Veðurstofan tók á dögunum við vísindagögnum frá Dr. Richard S. Williams, Jr., jarðfræðingi, sem koma að notum við rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda. Dr. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur tók á móti sendingunni sem kom á fjórum vörubrettum.

Dr. Richard S. Williams, Jr. er jarðfræðingur og starfaði lengst af hjá Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna (USGS). Hann hefur í hálfa öld átt gott samstarf við íslenska jarðvísindamenn, enda mikill áhugamaður um Ísland. Einkum hefur hann lagt sig eftir rannsóknum á jöklum og eldfjöllum. Á langri starfsævi hefur hann safnað ókjörum af gögnum um Ísland, einkum það sem að jarðvísindum lýtur. Nú þegar um hefur hægt hjá honum vildi hann koma vísindagögnum sínum þangað sem þau kæmu að bestum notum og bauð hann Íslendingum það af safni sínu sem hér kynni að nýtast. Það kom í hlut Veðurstofunnar að taka á móti sendingunni sem er á fjórum flutningabrettum og vegur tæplega hálft annað tonn.

vörubretti og maður

Sigþór G. Sigþórsson, sérfræðingur á sviði upplýsingatækni, var meðal þeirra sem tóku við sendingu rannsóknargagna á fjórum vörubrettum. Ljósmynd: Jórunn Harðardóttir.

Veðurstofan mun fara í gegnum þetta vel flokkaða efni og framsenda til annarra stofnana það sem betur hentar öðrum fræðasviðum.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica