Fréttir
Umfangsmikil snjóflóðavarnarvirki hafa verið reist á Siglufirði á síðustu rúmum tveimur áratugum.  Leiðigarðarnir Stóri- og Litli-Boli verja suðurhluta bæjarins fyrir snjóflóðum úr Jörundarskrál og St
Umfangsmikil snjóflóðavarnarvirki hafa verið reist á Siglufirði á síðustu rúmum tveimur áratugum. Smelltu á myndina til að lesa meira.

Snow 2019

Ráðstefna um snjóflóðavarnir haldin á Siglufirði 3.-5. apríl.

29.3.2019

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um snjóflóðavarnir dagana 3.–5. apríl 2019 á Sigló hóteli á Siglufirði. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um uppbyggingu ofanflóðavarna á Íslandi síðastliðin 20 ár og kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði ofanflóðavarna annars staðar í heiminum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum. Þá mun töluverður fjöldi erlends fagfólks frá 13 þjóðlöndum sækja ráðstefnuna, þeirra á meðal færustu sérfræðingar í heiminum á þessu sviði.

 

Þemu ráðstefnunnar eru:

  • Áhættustjórnun
  • Umhverfi og samfélag
  • Skipulag, hönnun, uppbygging og viðhald varnarmannvirkja
  • Virkni varnargarða byggt á reynslu, tilraunum og tölulegum hermunum.

Verkfræðingafélag Íslands stendur að ráðstefnunni með Veðurstofu Íslands, Framkvæmdasýslu ríkisins, Háskóla Íslands, Vegagerðinni, Jöklarannsóknafélagi Íslands, Alþjóða jöklarannsóknafélaginu, með stuðningi frá Ofanflóðasjóði, Landsvirkjun, Landsneti og Húsasmiðjunni.

Ómetanleg þekking á ofanflóðahættu hefur orðið til hér á landi

Öryggi fólks á ofanflóðahættusvæðum hefur aukist mikið vegna varna sem reistar hafa verið á undanförnum tveimur áratugum. Þá hefur orðið til ómetanleg þekking á ofanflóðahættu hér á landi og á hönnun og gerð ofanflóðavarna. Sömuleiðis er þekking sveitarstjórna og heimamanna á þeim aðstæðum sem þeir búa við mun meiri en áður var. Fjöldi ofanflóðavarnarvirkja hafa þegar sannað gildi sitt en yfir 40 flóð hafa fallið á garða sem reistir hafa verið frá flóðunum á Vestfjörðum árið 1995. Einstök sveitarfélög hefðu ekki haft tök á því að fara í þessar framkvæmdir vegna hættu af snjóflóðum og skriðuföllum án stuðnings Ofanflóðasjóðs.

Útlínur snjóflóða sem fallið hafa á Flateyri síðan varnargarðar voru reistir ofan þorpsins á árunum 1996–1998. Sjá má hvernig leiðigarðarnir undir Innra-Bæjargili og Skollahvilft beina snjóflóðunum frá byggðinni. Síðan 1997 hafa níu snjóflóð fallið niður með Skollahvilftargarðinum og fimm niður með garðinum undir Innra-Bæjargili.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica