Fréttir
Esja
Gunnlaugsskarð í Esju 16. október 2017.

Skaflinn í Gunnlaugsskarði

16.10.2017

Þessi mynd af Gunnlaugsskarði í Esju var tekin í dag af svölum Veðurstofuhússins. Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum snjósköflum efst í Gunnlaugsskarði. Sýnist að óhætt sé að slá því föstu að skaflinn fari ekki þetta árið

Skaflinn hvarf haustið 2012 en var mjög stór 2013. Síðan hefur skaflinn ekki horfið en farið minnkandi ár frá ári.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica