Fréttir
Laugardaginn 23. mars hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 km suðvestur af Kópaskeri.
Laugardaginn 23. mars hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 km suðvestur af Kópaskeri.

Öflug jarðskjálftahrina í Öxarfirði - UPPFÆRT 1.4.

Nær byggð en nýlegar hrinur

28.3.2019

Fréttin uppfærð 1.4. kl. 13.00

Í dag (1. apríl) hafa mælst um rúmlega 40 skjálftar frá miðnætti. Allir undir 2 að stærð. Áætlaður fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er um 2600 skjálftar frá því hún hófst. 27. - 29. mars mældust yfir 500 skjálftar á dag, þar af var mest virkni 28. mars, um 780 skjálftar.

Áfram er fylgst náið með þróun virkninar.

Frétt 29.3.

Í dag ( 29. mars) hafa mælst tæplega 350 jarðskjálftar, sá stærsti 2,7 að stærð kl. 07:18. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn. Hrinunni er þó ekki lokið. Náið verður fylgst með þróun mála næstu sólarhringa.

Frétt 28.3.

Laugardaginn 23. mars hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 frá því að hún hófst. Í morgun, 28. mars kl. 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi.

Hrinan er öflugri og nær byggð en nýlegar hrinur

Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða.

Ástæða til þess að íbúar í nærliggjandi byggðum geri viðeigandi ráðstafanir

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innastokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Nálgast má ýmsar upplýsingar og varnir gegn jarðskjálftum á vef Almannavarna, www.almannavarnir.is

Fylgjast má með mældum skjálftum síðustu 48klst á vefnum okkar.

Fannstu skjálfta?Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica