Fréttir
Kort með vatnshæðarmælum, gert 2012.

Vatnavextir og flóð á Suðausturlandi og Austfjörðum

Tilkynning vatnavaktar 28.12.2015 17:35

29.12.2015

Miklir vatnavextir eru nú á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og leysinga.

Flóð eru nú m.a. í Geithellnaá og Fossá í Berufirði og hefur rennsli þeirra tugfaldast á innan við sólarhring.

Rennslið í Geithellnaá reiknaðist yfir 480 m3/s um miðjan dag í dag, 28.desember, og ef mælingar eru réttar er þetta mesta rennsli sem mælst hefur í ánni frá upphafi mælinga þar árið 1971. Áður var mesta reiknaða rennsli árinnar 454 m3/s þann 31. október 1980.

Rennsli Fossár í Berufirði er einnig mikið og fór yfir 220 m3/s í dag. Rennsli Fossár fór síðast yfir 200 m3/s 29. desember 2006 en mesta rennsli Fossár, frá upphafi mælinga, var sama dag og í Geithellnaá árið 1980 en þá mældist rennslið 395 m3/s.

Áfram er varað er við vexti í ám suðaustanlands. Vegna þessara leysinga hefur skapast hætta vegna vatnselgs í þéttbýli. Vot snjóflóð og krapaflóð hafa fallið og ekki er hægt að útiloka skriðuföll þar sem snjó hefur tekið upp.

Krapaflóð

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, féll krapaflóð á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi (28. des.) Sex hús voru rýmd á Eskifirði vegna flóðahættu í Grjótá.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica