Fréttir
Vindaspá fyrir miðvikudag kl. 18:00.

Hvassviðri sunnan- og vestantil

Vindhviður við fjöll

11.8.2015

Veðurstofan vekur athygli á spá um hvassviðri eða storm með snörpum vindhviðum sunnan- og vestantil á landinu, miðvikudaginn 12. ágúst.

Vaxandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Vaxandi suðaustan átt á morgun, 13-20 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestantil á landinu síðdegis, en 15-23 m/s við suður- og suðvesturströndina og á miðhálendinu og má búast við vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll á þeim slóðum. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. 

Vegfarendum með aftanívagna er ráðlagt að fara ekki um þessi svæði fyrr en vind lægir. Einnig er ráðlagt að huga að tjöldum og lausamunum.

Viðvörun 11. ágúst 2015 kl. 11:00
Vakthafandi veðurfræðingar
Helga Ívarsdóttir
Haraldur Eiríksson



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica