Fréttir
Horft frá veðurstöðinni á Fagurhólsmýri í átt að Ingólfshöfða sem sést í fjarska. Myndin er tekin 16. júlí 2015.

Tíðarfar í júlí - stutt

Bráðabirgðayfirlit á síðasta degi mánaðarins

31.7.2015

Júlímánuður var mjög kaldur víðast hvar á landinu. Sérlega kalt var norðaustan- og austanlands, en hiti nærri meðallagi suðvestanlands. Óvenjuþurrt var um landið norðvestanvert.

Meðalhiti í Reykjavík var 11,4 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,4 stig, -2,1 stigi undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -3,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta er kaldasti júlímánuður á Akureyri síðan 1993.

Sérlega þurrt var um landið norðvestanvert. Úrkoma í Stykkishólmi mældist ekki nema 5,1 mm. Er það aðeins 12 prósent af meðallagi og hið minnsta í júlí síðan 1939, litlu meiri úrkoma mældist þó í júlí 1974. Í Reykjavík mældist úrkoman 34,2 mm og er það um tveir þriðju hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri var úrkoman í meðallagi, mældist 32,4 mm.

Sólskinsstundir voru fleiri en í meðalári í Reykjavík.

Ítarlegra yfirlits um veður í júlí 2015 er að vænta á þriðjudag eða miðvikudag eftir verslunarmannahelgi.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica