Fréttir

Jarðskjálftahrinu lokið og litakóði lækkaður

Engar kvikuhreyfingar í Eldeyjareldstöð

3.7.2015

Í ljósi þess að skjálftahrinunni sem hófst á Reykjaneshrygg að kvöldi 30. júní er að mestu lokið, hefur Veðurstofan Íslands ákveðið að breyta litakóða fyrir eldstöðina Eldey aftur í grænt.

Frekari greining á hrinunni sýnir engin mælanleg merki þess að skjálftavirknin sé tengd kvikuhreyfingum í efri hluta jarðskorpunnar. Greining á sýnum sem tekin voru úr sjó þann 1. júlí sýna heldur engin frávik sem benda til þess að kvika hafi komist í snertingu við vatn.

Skjálftahrinur eru mjög algengar á þessum slóðum; þó var stærð skjálfta og fjöldi þeirra í hærri kantinum í þessari hrinu. Svæðið verður vaktað náið á næstunni en búast má við eftirskjálftavirkni á næstu dögum og vikum.

Fjöldi og styrkur jarðskjálfta á Reykjaneshrygg 1. - 3. júlí 2015 (sjá vef). Óyfirfarnar frumniðurstöður.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica