Fréttir

Viðvörun um hvassviðri syðst á landinu

Aftanívagnar gætu valdið vandræðum

25.6.2015

Veðurstofan vekur athygli á spá um hvassviðri með snörpum vindhviðum syðst á landinu í nótt og á morgun, föstudag.

Langt suður í hafi er víðáttumikið 983 mb lægðasvæði, sem þokast norður á bóginn. Hvessir því smám saman úr austri sunnanlands og vindhraði verður 13-18 m/s undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum í nótt og á morgun, en vindhviður geta náð 30 m/s á þeim slóðum. Fer að draga úr vindi annað kvöld (föstudag).

Vegfarendum með aftanívagna er ráðlagt að fara ekki um þessi svæði fyrr en vind lægir.

Vakthafandi veðurfræðingar 25. júní kl. 11:15



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica