Fréttir

Af sólmyrkvanum 2015

Samsett gervitunglamyndskeið og háloftamæling

20.3.2015

Í tilefni af sólmyrkvanum að morgni föstudagsins 20. mars 2015 var æfð slepping blöðru úr færanlegri háloftastöð við Bústaðaveg 9 (á túni við mælireitinn) sem mun, fyrir utan lofthitanema o.fl. hefðbundin tæki, hafa haft sérstakan sólgeislunarnema frá Reading háskóla en sú stofnun stóð fyrir söfnun upplýsinga um veður frá fjölda manns þann dag.

Niðurstöður mælingarinnar eru hér neðst, svo og samsett gervitunglamyndskeið af sólmyrkvanum.

""Ljósmyndirnar hér að ofan tók Esther Hlíðar Jensen, 20. mars 2015.

Niðurstöður mælingarinnar 20. mars 2015

Niðurstöður úr háloftarita. Öll mæligildi síga niður á við á tíunda tímanum en rísa hratt aftur. Mælinguna annaðist Halldór Björnsson ásamt Sibylle von Löwis og Guðrúnu Nínu Pedersen.

Upplifa undrið

Að lokinni mælingu söfnuðust starfsmenn á svalirnar og horfðu í austurátt með viðeigandi búnað.

Samsett gervitunglamyndskeið

Úr myndum frá Seviri, einu af gervitunglum evrópsku geimrannsóknastöðvarinnar ESA, hefur verið gert samsett myndskeið, sem sýnir sólmyrkvann fara eins og óvæntan skugga yfir Ísland.

Fyrst sést dagurinn fikra sig yfir hnöttinn frá austri til vesturs. En svo birtist skugginn, snöggur í förum, og þekkist á því að fara í ranga átt miðað við sólarganginn.

Takið eftir að myndskeiðið spilast í sífellu. Mest er að sjá, ef það er stöðvað þegar skugginn er í þann mund að yfirgefa landið og fara lengra í austur.

Nánari upplýsingar: MSG SEVIRI (HRV rás), Bolli Pálmason.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica