Fréttir
hæðir speglast í vatni - kyrrð
Við Selfljót 17. júlí 2007.

Erindi um loftslagsbreytingar í dag

Johann Stötter á Veðurstofunni

25.2.2015

Hér á landi er staddur jarðfræðingurinn Johann Stötter frá Háskólanum í Innsbruck sem er íslenskum jarðfræðingum að góðu kunnur fyrir rannsóknir á jöklajarðfræði sem hann stundaði á Tröllaskaga um árabil.

Johann er meðlimur í sérfræðinganefnd Austurríkismanna um loftslagsbreytingar sem gaf út skýrslu um loftslagsbreytingar af mannavöldum síðastliðið haust. Skýrslan er 1100 síður en styttri bæklingar með markvissri umfjöllun um ákveðin málefni úr henni hafa einnig verið gefnir út (sbr. tengilinn hér að ofan). Sjá vefsetur.

Johann hélt erindi kl. 15:00 þann 25. febrúar í matsal VÍ um loftslagsbreytingar í Austurríki og afleiðingar þeirra og lýsti helstu niðurstöðum nýju skýrslunnar.

Í Austurríki horfa menn til afleiðinga loftslagsbreytinga sem um margt eru svipaðar og hér á landi, m.a. breytinga á snjóhulu og árstíðasveiflu afrennslis, hugsanlegra breytinga á skriðuföllum og snjóflóðum og þiðnun sífrera. Því er forvitnilegt fyrir okkur Íslendinga að heyra af niðurstöðunum.

Skýrslan kynnt
""
Johann Stötter lýsir mynd úr skýrslunni sem sýnir þann kolefnisútblástur sem stafar af inn- og útflutningi Austurríkismanna. Ljósmynd: Rudolf Sailer.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica