Fréttir
Spá fyrir vind kl. 16 miðvikudaginn 25. febrúar. Rauðir og gulbrúnir litir tákna hættulegasta vindinn.

Viðvörun - stormur eða rok í dag

Hvasst á landinu í dag og á Vestfjörðum einnig á morgun

25.2.2015

Búist er við stormi eða roki (meðalvindur 20-28 m/s) á landinu í dag og á Vestfjörðum á morgun.

Veðurspáin fyrir næstu 36 klukkustundir er svohljóðandi:

Í dag (miðvikudag) má búast við austan 20-28 m/s með snjókomu sunnan- og vestanlands, en síðar slyddu eða rigningu við ströndina, 18-28 síðdegis, hvassast við suðurströndina. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi í fyrstu, en síðan 18-23 þar og snjókoma eða skafrenningur. Dregur verulega úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt, en áfram stormur eða rok á Vestfjörðum. Norðan 20-28 m/s og snjókoma eða éljagangur á vestast á landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt og dálítil él eystra. Heldur hlýnandi veður í bili, en kólnar aftur á morgun. Norðvestan hvassviðri eða stormur víða um land annað kvöld.

Athugasemdir veðurfræðings:

Litlu má muna að að norðanstrengurinn nái meira inn á land á morgun, fimmtudag, með enn meiri vindi og geta spár, og þar af leiðandi veður, breyst með stuttum fyrirvara.

Vindaspá morgundagsins
""
Spá fyrir vind kl. 10 fimmtudaginn 26. febrúar. Rauðir og gulbrúnir litir tákna hættulegasta vindinn. 
25. febrúar 2015 kl. 12:00
Vakthafandi veðurfræðingar
Óli Þór Árnason og Haraldur Eiríksson


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica