Fréttir
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum.

Jökulsá á Fjöllum - krapastífla

Íshrönn - frétt og heimild um framvinduna

20.1.2015

Ís hrannast upp við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði (sjá kort). Sú íshella sem lá yfir ánni og bökkunum hefur brotnað upp. Hrannir, jökulskarir og ísruðningur safnast fyrir. Þetta er stærsta krapastífla í ánni síðan í desember 2010 og þekur nokkra kílómetra farvegarins.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Braga Benediktssyni á Grímsstöðum sunnudaginn 18. janúar en nú, tveimur dögum síðar, er áin farin að lóna upp á veginn vestan brúarinnar. Njáll Fannar Reynisson, starfmaður VÍ, tók víðátta mynd hinn 20. janúar sem sýnir krapastífluna og afstöðu vatnshæðarmælis og brúar. Sjá myndir af brúnni ásamt gervitunglamyndum og sjá myndir úr flugi 21. jan.; einnig skýrslu Veðurstofunnar úr sama flugi.

Ef ís og krapi hrannast upp í meira mæli gæti vatn farið að flæða yfir veginn. Aukist rennsli árinnar vegna snjóbráðnunar eða rigningar, þá getur áin bólgnað upp enn frekar.

Jarðvísindastofnun hefur unnið úr ratsjármynd úr gervihnetti (Sentinel 1 frá ESA) sem sýnir ísstífluna í ánni 17. janúar 2015. Íshrönglið er auðkennt með ljósbleikum lit og nær 2 kílómetra suður af brúnni og 12 km í norður. Enn önnur gervihnattarmynd barst 11. febrúar 2015 af norðanverðri klakastíflunni.

Ís og vatn
""
Á þessari mynd sést glitta í rennandi vatn í miðri ísbreiðunni. Ljósmynd: Bragi Benediktsson.
Varðstaða
""
Vatnshæðarmælir á bakkanum, krapi og ís árinnar í forgrunni. Ljósmynd: Bragi Benediktsson.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica