Fréttir
Meðalútslag á skjálftamæli á Dyngjuhálsi 23. og 24. ágúst 2014.

Stóra lágtíðnimælingin, 23. ágúst

24.8.2014

Meðfylgjandi mynd sýnir meðalútslag á jarðskjálftamælinum á Dyngjuhálsi í gær og í dag. Útslagið er sýnt á þremur mismunandi tíðniböndum (0,5-1 Hz; 1-2 Hz; 2-4 Hz).

Lágtíðnióróinn laust fyrir hádegið í gær sést mjög skýrt, en hann varð til þess að Veðurstofan hækkaði litakóða fyrir flugumferð úr appelsínugulu í rauðan. Þessi órói (rauða línan) var túlkaður sem merki um að kvika væri komin upp á yfirborð undir jökli. Hann varði í nokkrar klukkustundir og dró jafnt og þétt úr honum fram eftir degi.

Ekki hefur orðið vart annarra merkja um að kvika hafi komið upp á yfirborð. Mælingar úr TF-SIF í gær og leiðnimælingar úr vatnamælakerfi Veðurstofunnar sýndu engar markverðar breytingar.

Myndin sýnir ennfremur að skjálftavirkni jókst gífurlega nú í morgunsárið (24. ágúst) en lágtíðnin er enn lítil. Bláa línan endurspeglar skjálftavirknina þegar gangurinn hljóp áfram norður í gær og aukna virkni í morgun.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica