Fréttir
Hvassviðri í Húsafelli 23. janúar 2010.

Sumarþing Veðurfræðifélagsins

Óveður

12.6.2014

 Veðurfræðingarnir Guðrún Nína Petersen og Trausti Jónsson flytja erindi um óveður á sumarþingi Veðurfræðifélagsins föstudaginn 13. júní. Guðrún Nína fjallar um fyrstu niðurstöður greiningar á öfgaveðurhæð á Íslandi og Trausti Jónsson um snarpt fárviðri hinn 25. febrúar 1980. Sumarþingið hefst kl. 14 í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.

Dagskrá:

  • Kl. 14:00 Þing sett
  • Kl. 14:05 Guðrún Nína Petersen: Óvenjuleg óveður?
  • Kl. 14:30 Trausti Jónsson: Játningar veðurfræðings - Rækjubátaveðrið mikla 25. febrúar 1980

Óvenjuleg óveður?

Ágrip: Það er vindasamt á Íslandi, bæði vegna þeirra veðrakerfa sem eiga leið nærri landi og/eða yfir landið en einnig magnar landslag sums staðar veðurhæðina staðbundið. Það er gjarnan við öfgafyllstu aðstæðurnar sem mestar líkur eru á skemmdum og slysum, þ.e. við sjaldgæfa veðurhæð. Áhugavert er að vita hvernig dreifing öfgaveðurhæðar er á landinu. Hér verður kynnt aðferðafræði og fyrstu niðurstöður greiningar á öfgaveðurhæð á Íslandi út frá mælingum sjálfvirkra veðurstöðva. Öfgaveðurhæðargreiningin er svo nýtt til að leggja mat á nokkur þekkt illviðri.

Játningar veðurfræðings – Rækjubátaveðrið mikla 25. febrúar 1980

Ágrip: Þann 25. febrúar 1980 gerði óvenjusnarpt fárviðri um landið vestanvert. Því var heldur illa spáð. Veðrið varð langverst á Vestfjörðum. Alls fórust 8 manns þennan dag. Veðrið og aðdragandi þess verða rifjuð upp og fjallað er um spána.

Á vef Veðurfræðifélagsins má lesa ágrip erinda á undanförnum þingum.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica