Fréttir
Jarðskjálftar við Herðubreiðartögl í viku 18.

Jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl

Hrina síðan á laugardag

5.5.2014

Jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl heldur áfram en virðist vera í rénun.

Yfir 500 skjálftar mældust frá því snemma á laugardagsmorgun og fram á hádegi á sunnudag og aðfaranótt sunnudagsins varð skjálfti af stærð 3,9. Ein tilkynning barst frá Akureyri um að sá skjálfti hefði fundist.

Líklegt er að nokkuð verði um smáskjálfta á næstu dögum en undanfarinn sólarhring hafa aðeins fáir náð stærðinni tveir og síðan í morgun hefur hrinan rénað mjög. Engin mælanleg merki eru um að þessi hrina muni leiða til eldgoss.

Það er mikilvægt að hafa í huga að slíkar jarðskjálftahrinur eru algengar á eldgosabeltinu norðan Vatnajökuls. Veðurstofan heldur áfram að fylgjast náið með þróuninni og mun senda tilkynningar ef aðstæður breytast.

Rauntímakort af jarðskjálftavirkni síðustu 48 klst. má sjá á vefnum (óyfirfarnar frumniðurstöður).



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica