Fréttir
Veðursjá Veðurstofunnar gangsett fyrir utan Flensborgarskólann í Hafnarfirði.
1 2

Framhaldsskólar heimsóttir

18.9.2013

Sérfræðingar Veðurstofunnar heimsækja nú hátt á annan tug framhaldsskóla víða um land í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.

Starfsmennirnir segja frá starfi sínu og svara spurningum frá áhugasömum nemendum.

Margvíslegar áherslur hafa verið í kynningunum eftir fagaðilum. Veðurstofan hefur verið kynnt með glærum og stuttu erindi og í sumum tilvikum hafa tæki hafa verið sýnd á staðnum.

Meðal annars var önnur af tveimur færanlegum ratsjám Veðurstofunnar gangsett fyrir nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.

Skoða má brot af fjölmörgum kynningarglærum sem notaðar voru í kennslustundum.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica