Fréttir

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2013

23. mars

25.3.2013

Stofnskrá Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar gekk í gildi 23. mars 1950. Er þess minnst árlega á „alþjóðlega veðurdeginum“, fyrst 1960. Í ár er jafnframt minnst 50 ára afmælis eins helsta verkefnis stofnunarinnar sem á ensku nefnist „World Weather Watch” – heimsveðurvaktin.

Kjörorð dagsins í ár er „Watching the weather to protect life and property“ eða Vöktum veðrið til verndar lífi og eigum. Einnig hefur verið gefinn út kynningarbæklingur af þessu tilefni.

Heimsveðurvaktin var sett á laggirnar 1963, í miðju kalda stríðinu. Hún er mikilvæg varða alþjóðasamstarfs og samanstendur af athugunar- og fjarskiptakerfum, gagnavinnslu og samtvinnun alþjóðlegra reiknimiðstöðva. Vaktin sér um dreifingu grundvallarveðurgagna og tengdum upplýsingum um umhverfi og umhverfisvöktun í öllum löndum heims.

Eldra efni á vef Veðurstofunnar um alþjóðlega veðurdaginn: 2012, 2011, 2010, 2009, 2008Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica