Fréttir
jolakort_is1

Jólaveðrið

21.12.2012

 

Á Þorláksmessu er búist austlægum áttum, víða 10-15 m/s, en 15-20 með suðausturströndinni framan af degi og norðlægari vindur undir kvöld.  Dálítil él á Norður- og Austurlandi og slydda á Suðausturlandi framan af degi, en annars skýjað með köflum og úrkomulaust að mestu. Hiti 0 til 3 stig, en kólnar síðdegis og frystir víða um kvöldið.

Á aðfangadag jóla er spáð norðan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s.  Éljagangur norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum og yfirleitt úrkomulítið.  Frost 0 til 6 um mest allt land.

Á jóladag og annan í jólum er útlit fyrir norðlæga vindátt, víða 8-13 m/s.  Él norðan- og austanlands og einnig allra syðst, en annars bjart með köflum. Harðnandi frost, allt að 20 stigum inn til landsins.

Veðurhorfur frá 27. desember (ath. best er að skoða sjálfa textaspána sem uppfærist ört):

Í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag:
A og SA 10-18 m/s V-til, en annars hægari. Talsverð snjókoma á Vestfjörðum en él í öðrum landshlutum. Gengur í A 13-20 með slyddu eða snjókomu S-til síðdegis, en síðar rigningu. Hvessir heldur með kvöldinu á Norðurlandi og fer að snjóa. NA 20-25 m/s með snjókomu á Vestfjörðum seint á morgun. Annars austlæg átt, 5-15 og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti 0 til 4 stig S-lands í kvöld, en frost 1 til 8 stig fyrir norðan. Heldur hlýrra á morgun.
Spá gerð: 27.12.2012 10:55. Gildir til: 28.12.2012 18:00.

Á laugardag:
Norðan 18-28 m/s NV-til, en annars hægari. Talsverð snjókoma eða slydda á N-verðu landinu og á Austurlandi, slydda SA-lands, en annars úrkomulítið. Kólnandi veður. Dregur úr vindi og ofankomu NV-til um kvöldið, en hvessir þá A-lands.

Á sunnudag:
Norðan 10-23, hvassast NA-til framan af degi. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið S-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á gamlársdag:
Norðan og norðvestan 5-13. Él við N- og A-ströndina, en annars skýjað með köflum. Frost 0 til 8 stig.

Á nýársdag:
Vestlæg átt, 3-8. Stöku él V-til en annars skýjað að mestu. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Spár gerðar: 27.12.2012 08:50. Gildir til: 03.01.2013 12:00.

Öruggast er að skoða textaspá sem uppfærist reglulega.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica