Fréttir

Viðvörun vegna norðanstorms

8.11.2012

Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun, föstudag.

Gert er ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum aðfaranótt föstudags og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar að morgni. Einnig er búist við stormi (18-23 m/s) með snjókomu við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra um og eftir hádegi.

Norðaustanlands fer að snjóa á föstudag, þar hvessir seinnipartinn og einnig hvessir á Suðvestur- og Vesturlandi um kvöldið (víða 18-23 m/s). Búast má við mjög hvössum vindhviðum (yfir 40 m/s) við fjöll, einkum hlémegin um vestanvert landið.

Vegfarendum er bent á að færð og skyggni getur versnað hratt og ekkert ferðaveður verður á norðvestanverðu landinu á föstudag. Eins getur orðið varhugavert að vera á ferð við fjöll vestantil á landinu. Ferðaveður versnar einnig norðaustanlands um kvöldið.

Heldur fer að draga úr vindi þegar líður á laugardaginn, fyrst vestast á landinu. Veðrið er enn að þróast og er fólk beðið að fylgjast vel með veðurspám.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica