Fréttir
norðurljós
Norðurljós speglast í Kópavoginum.

Norðurljósaspár

Skýjahula, birtustig og norðurljósavirkni

10.10.2012

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, kynnti norðurljósaspá og hlutverk hennar á fundi sem haldinn var undir formerkjum átaksins Ísland allt árið hjá Íslandsstofu á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 10. október 2012.

Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði norðurljósaspána á vef Veðurstofunnar, þar sem einnig er finna fræðsluefni um geimveður, segulsvið jarðar og norðurljós.

Norðurljósasíðurnar gefa upplýsingar um virkni norðurljósa, birtustig og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.

Norðurljósaspá Veðurstofu Íslands er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Ekki hefur áður verið reynt að spá fyrir um líkur á því að sjáist til norðurljósa, miðað við landshluta og með tilliti til skýjafars, birtustigs og virkni.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica