Fréttir
visindavaka-logo

Veðurstofan í vísindakaffi

Á Súfistanum við Laugaveg

24.9.2012

Vísindakaffi á vegum Vísindavöku verður haldið á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 26. september kl. 20.

Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands fjallar um jöklana sem þekja tíunda hluta landsins og hafa veruleg áhrif á náttúrufar á Íslandi. Þeir geyma mikinn vatnsforða sem fer rýrnandi með hlýnandi loftslagi. Spurningarnar sem velt verður upp eru eftirfarandi:

  • Hve mikil var leysingin á jöklum landsins í sumar?
  • Hvert er áætlað framlag jöklaleysingar á Íslandi til hækkunar sjávarborðs á þessari öld?
  • Hverjar verða afleiðingar þessara breytinga fyrir vatnsorkunýtingu og samgöngur?
  • Hvernig geta rannsóknir á Íslandi gagnast könnun Mars og ístungla sólkerfisins?


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica