Fréttir
hitamælaskýli - snævi þakin jörð
Veðurstöðin að Írafossi í Grímsnesi.

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2012

10.2.2012

Veðurfræðifélagið heldur þorraþing sitt næstkomandi þriðjudag 14. febrúar 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16.

Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni verða flutt átta erindi sem taka á afar ólíkum þáttum í veðri og veðurfræði, auk fyrirlestrar um fjarkönnun á jöklum.

Stutt ágrip erindanna má lesa á heimasíðu félagsins (veljið Fræðaþing 2011-2012).

Dagskrá þingsins:

  • 13:00 Inngangur
  • 13:05 Guðrún Magnúsdóttir: Decadal variability of the NAO
  • 13:20 Guðrún Nína Petersen: Samspil hafs og lofthjúps – dæmisaga frá 10. janúar 2012
  • 13:35 Kristján Jónasson: Mat á hámarksvindi með stuttum gagnaröðum
  • 13:50 Snæbjörn Helgi Emilsson: Tölfræðileg greining á daglegum meðalhita

Kaffihlé

  • 14:20 Halldór Björnsson: Mat á hraða uppstreymis í gosmekki Eyjafjallajökulsgossins. Samanburður við fræðileg líkön.
  • 14:45 Árni Sigurðsson: Gosin í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum og efnasambönd í lofti og úrkomu
  • 15:00 Tómas Jóhannesson: Jökulhlaup í Múlakvísl 9. júlí 2011: Sigkatlar í Mýrdalsjökli mældir með leysimælingu úr flugvél
  • 15:15 tilkynnt síðar

Að loknu þorraþingi og stuttu hléi heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica