Fréttir
hús og gangstétt
Bústaðavegur 7.

Ný móttaka Veðurstofu og aukin verkefni

16.12.2011

Ný móttaka Veðurstofu Íslands var opnuð í dag, 16. desember, að Bústaðavegi 7, en þar eru einnig upplýsinga- og tölvukerfi, skrifstofa og skjalasafn. Veðurstofan er nú til húsa í tveimur byggingum, Bústaðavegi 7 og eldra húsnæði að Bústaðavegi 9.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók nýrri bygginguna formlega í notkun. Lengi hefur staðið til að leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar en auk húsnæðis sem tekið var í notkun 1973, hefur stofnunin fram til þessa haft starfsaðstöðu á fleiri en einum stað á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom hjá umhverfisráðherra að stefnt sé að því að hefja undirbúning að nýbyggingu fljótlega.

móttökuborð, kona og karlVeðurstofan er sú stofnun á Íslandi sem safnar mestum gögnum um náttúrufar og hlutverk hennar í náttúruvá er afar mikilvægt. Forstjóri Veðurstofunnar, Árni Snorrason, ræddi við þetta tækifæri um slagkraft stofnunarinnar á sviði vöktunar og rannsókna. Ísland varð fullgildur aðili að ECMWF, Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, í mars sl. og opnaðist með því aðgangur að miklu magni gagna sem nýtast til rannsókna og stórbættrar veðurþjónustu.

Veðurstofan er talin vera ein fremsta stofnun í heiminum á sviði eldfjallavöktunar. Þrjár varanlegar stöður, sem nýlega hafa verið mannaðar, tengjast því hlutverki stofnunarinnar beint. Rannsóknarverkefni, sem sérfræðingar Veðurstofunnar leiða, hafa ennfremur hlotið styrki sem fjármagna meðal annars fjögur doktorsverkefni.

Móttaka Veðurstofu Íslands.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica