Fréttir
síðdegi við sjó
Fossvogur.

Loftslag og lífríki

Málþing á vegum Umhverfisstofnunar

29.11.2011

Málþing um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og lífríki verður haldið föstudaginn 2. desember 2011 kl. 13:00-16:30 í Hvammi á Grand Hótel í Reykjavík.

Umhverfisstofnun stendur fyrir málþinginu en fundarstjóri er Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyti.

Þar mun Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, halda erindi kl. 13:30 er nefnist:

Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Hvert stefnir?

Einnig munu sérfræðingar frá Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá og Náttúrufræðistofnun Íslands halda fjölbreytt erindi um losun gróðurhúsalofttegunda, sýrustig sjávar, endurheimt votlendis, skóga og loftslagsbreytingar, líffræðilega fjölbreytni, fæðubreytingar í sjó, sjófuglastofna, svartfuglsveiðar og svokallaða „innrásarvíkinga“.

Dagskrá málþingsins (pdf 0,1 Mb) má skoða nánar í sérstöku skjali.

Þingið er öllum opið.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica