Fréttir
Ísstífla við Selfoss
Ísstífluflóð í Ölfusá við Selfoss 28. febrúar 1968.

Doktorsvörn um flóð á vatnasvæði Ölfusár

26.10.2011

Emmanuel Pagneux, starfsmaður Veðurstofu Íslands,  ver hinn 28. október næstkomandi doktorsritgerð sína Floods in the Ölfusá basin, Iceland: A geographic contribution to the assessment of flood hazard and management of flood risk við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Í doktorsverkefninu beitti Emmanuel landfræðilegum aðferðum við mat á náttúrufarslegum og samfélagslegum þáttum flóðahættu á vatnasviði Ölfusár. Þeir þættir sem sérstaklega voru rannsakaðir eru:

  • Áhrif jakastíflna á umfang, mörk og dýpi flóða.
  • Viðhorf almennings til flóða og flóðahættu og jafnframt hvaða kosti almenningur teldi vænlegasta varðandi skipulag flóðamála á Selfossi.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi Emmanuels er dr. Guðrún Gísladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, en meðleiðbeinendur eru dr. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, og Salvör Jónsdóttir MSc, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Andmælendur eru dr. Christophe Cudennec, prófessor við Agrocampus Ouest, French National Institute for Agricultural Research í Rennes í Frakklandi, og  dr. Sally Priest, vísindamaður við Flood Hazard Research Centre við Middlesex University í Englandi.

Sigurður S. Snorrason, forseti Líf- og umhverfisvísindadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í stofu 132 í Öskju og hefst kl. 15:00.

Doktorsritgerðina má skoða í heild sinni í Skemmunni.

Sjá nánar frétt Háskóla Íslands.

 



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica