Fréttir
snjóflóð úr hlíð, dökkur hafflötur
Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki á Siglufirði 2006.
1 2

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar

13.10.2011

Dagana 13.–14. október stendur yfir árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni í Reykjavík.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar á fundi þar sem rætt er um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu.

Eitt opið erindi verður á fundinum, fimmtudaginn 13. október kl. 15:00, í aðalstöðvum Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Þá mun Oddur Pétursson á Ísafirði halda erindi um starf snjóathugunarmanna, fyrr og nú, en nafn hans er samofið snjóflóðamálum á Íslandi í áratugi.

Föstudaginn 14. október fer meðal annars fram kynning á starfsemi Veðurstofunnar fyrir snjóathugunarmenn.

Lesa má um störf snjóathugunarmanna í sérstakri fróðleiksgrein.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica