Fréttir
Jarðskjálftasprunga frá 1912 við Selsund á Rangárvöllum.
Jarðskjálftasprunga frá 1912 við Selsund á Rangárvöllum.

Ráðstefna norrænna jarðskjálftafræðinga

30.9.2011

Ráðstefna norrænna jarðskjálftafræðinga verður haldin í Reykjavík dagana 5. – 7. október næstkomandi. Ráðstefnan er haldin til skiptis á Norðurlöndunum og er því hér á fimm ára fresti.

Þetta er í 42. sinn sem hún er haldin og verður að þessu sinni í Orkugarði, Grensásvegi 9. Fundardagar  verða tveir en þriðja daginn verður farin dagsferð um Snæfellsnes.

Gert er ráð fyrir um það bil 30 ráðstefnugestum, innlendum og erlendum. Tuttugu og þrjú erindi verða haldin og átta veggspjöld sýnd.

Í tengslum við ráðstefnuna verða haldnir vinnufundir um norrænt samstarf í EPOS og NORDQUAKE en markmið þeirra er að efla samstarf jarðskjálftafræðinga á Norðurlöndum.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica