Fréttir
silfurský
Silfurský aðfaranótt þriðjudagsins 9. ágúst.
1 2
næsta

Glæsileg silfurský

9.8.2011

Sérlega glæsileg silfurský sáust á Vesturlandi aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst 2011. Þau náðu upp í hvirfilpunkt himins. Einnig sáust silfurský næstu tvær nætur.

Silfurský eru í 90 km hæð en vegna birtu sjást þau aðeins stuttan tíma á ári hér á landi. Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem fylgst hefur með silfurskýjum mörg undanfarin ár, sá þau fyrst 15. júlí nú í ár en annars aldrei fyrr en 25. júlí. Þau sjást fram til 15. ágúst en þó ekki árlega, því oft er lágskýjað á árstíma skýjanna.

Ekki er getið um silfurský á prenti fyrr en 1885 en margs konar minna áberandi fyrirbrigðum á himni var lýst löngu áður. Vera má að ástæðan sé einfaldlega sú að skýin hafi fyrr á öldum verið sárasjaldgæf. Við mælingar gervihnatta kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi.

Silfurský sjást ekki frá jörð vegna ofbirtu, nema í rökkri.

Í fróðleikspistli má lesa um þetta fyrirbæri og sögu þess.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica