Fréttir
forstjóri og vinningshafar
Bogi Brynjar Björnsson og Esther Hlíðar Jensen tóku við verðlaunum Esri fyrir hönd Veðurstofu.

Verðlaun Esri fyrir notkun landfræðilegra upplýsingakerfa

21.7.2011

Í vor var tilkynnt að Veðurstofu Íslands hlotnuðust verðlaun Esri, sem er leiðandi fyrirtæki í þróun landfræðilegra upplýsingakerfa. Verðlaunin sem nefnast Esri SAG eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í notkun slíks hugbúnaðar (GIS).

Verðlaunin voru afhent á notendaráðstefnu í San Diego í Kaliforníu þann 13. júlí síðastliðinn og nöfn vinningshafa birt. Tveir sérfræðingar Veðurstofunnar í landupplýsingakerfum fóru til þess að taka við verðlaununum. Íslensk fyrirtæki hafa áður fengið þessi verðlaun: LUKR (Landupplýsingakerfi Reykjavíkur), Landmælingar Íslands og Orkuveita Reykjavíkur.

Samsýn, sem er umboðsaðili Esri á Íslandi, segir að Veðurstofunni hafi hlotnast þetta einkum fyrir uppbyggingu og notkun GIS vegna snjóflóða, vegna uppbyggingar á vatnafarsgrunni, vegna flóðarannsókna og ekki síst vegna notkunar GIS tóla í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010. Hugbúnaðurinn er ArcGIS 9.3.1 ásamt DB2 og Oracle til þess að geyma gögn og vinna úr þeim. Hér undir má sjá nokkur dæmi um slík verkefni á Veðurstofunni.

Öskufall við Eyjafjallajökul 2010 og aðgreind svæði þar sem eðjuflóð gætu fallið: kort, öskudreif, svæðaskipting með rauðum línum

Farvegir fallvatna á Íslandi: Íslandskort - ár og fljót

Skjálftavefsjá fyrir Ísland: Íslandskort - skjálftavefsjá

Mat á ofanflóðahættu við íbúabyggð í Mosfellsbæ:kort, fjallshlíð, lituð svæði



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica