Fréttir
Mosfellsbær
Mosfellsbær.

Tillaga að ofanflóðahættumati

Mosfellsbær

8.6.2011

Veðurstofan hefur nú unnið tillögu að ofanflóðahættumati fyrir Mosfellsbæ á vegum hættumatsnefndar Mosfellsbæjar. Hún var kynnt íbúum í Mosfellsbæ með bæklingi og opnu húsi í Kjarna 7. júní 2011. Frestur til að koma athugasemdum á framfæri er til 8. júlí 2011.

Það voru þeir Eiríkur Gíslason verkfræðingur og Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur sem unnu tillöguna fyrir hönd Veðurstofunnar. Samkvæmt henni er hætta er á snjóflóðum og skriðuföllum undir Úlfarsfelli og Helgafelli í Mosfellsbæ. Við Úlfarsfell eru tvö hús ætluð til atvinnustarfsemi á A-svæði en við Helgafell eru tvö íbúðarhús og eitt frístundahús á A-svæði.

Hægt er að nálgast tillögu að hættumatskorti, kynningarbækling og kynningarútgáfu hættumatskýrslunnar á vef Veðurstofunnar.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica