Fréttir
gosmökkur
Grímsvötn 24. maí 2011, kvöldflug. Ljósmynd: Sigurlaug Hjaltadóttir.
1 2 3

Gígurinn í Grímsvötnum

Virknin frá í gærkvöldi

25.5.2011

Gosóróinn er nú verulega minni en hann var í gær (eins og sést á mynd hér að neðan). Tveir vísindamenn Veðurstofunnar flugu yfir gosstöðvarnar í gærkveldi ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun.

Þegar komið var að gosstöðvunum upp úr kl. 20:30 var mökkurinn fremur ljós og lágur (um 3 km) en um kl. 20:55 jókst sprengivirkni á ný og nokkrum mínútum síðar reis gosmökkurinn upp í h.u.b. 7,5 km hæð. Á sama tíma og sprengivirkni jókst mátti greina lítillega aukinn óróa á skjálftamælum á eins og sjá má á óróaritum frá t.d. Grímsfjalli og Skrokköldu á Sprengisandi.

Þessi aukna virkni stóð í um 20 mínútur, eða til kl. 21:15 en þá minnkaði virknin og gosóróinn verulega svo sjá mátti vel ofan í gossprunguna. Gosmökkurinn barst hægt til suðurs frá gígnum og féll fljótt niður í öskulag sem breiddi úr sér undir stöðugu lagi í lofthjúpnum. Samkvæmt hitariti á Egilsstöðum virtist stöðuga lagið vera í tveggja til þriggja km hæð yfir sjó.

Um kl 21:45 jókst sprengivirkni svo á ný. Gosið virðist nú einangrað við tvö lítil op sem umlukin eru litlum gjallkraga og vatni eins og sjá má á mynd hér að neðan (Sigurlaug Hjaltadóttir). Í þriðja opinu sem greina má lengst til vinstri mátti sjá hringiðu:

gosmökkur

Óróarit frá Grímsfjalli og frá Skrokköldu á Sprengisandi (sjá má stærri mynd):

óróa-grafAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica