Fréttir
gosoroi_grimsvotn
Grímsvötn: gosórói 21. maí 2011 um kl. 17:30.

Gos er hafið í Grímsvötnum

21.5.2011

Um klukkan 17:30 í dag (21. maí 2011) tók að mælast aukinn órói með upptök í eða nálægt Grímsvötnum. Gos er nú hafið í Grímsvötnum.  Úr flugvél sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og í 18- 20000 feta hæð sást mökkur en hann sést nú allt frá Egilsstöðum og til Selfoss. Ekki er gert ráð fyrir að vatn það sem bráðna mun vegna eldsumbrotanna muni ná til byggða fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið og er þá miðað við hvernig þetta var í byrjun goss 1998.

Vísindamenn eru nú á leið í flug yfir gosstöðvarnar. Veðursjá Veðurstofu Íslands sem staðsett er við Keflavíkurflugvöll sýnir vel útbreiðslu gosmakkarins.

Myndin hér að neðan er tekin af göngumönnum sem voru nýkomnir niður af Þverártindsegg. Horft til vesturs. Birtuskilyrði ekki góð en líklega þekur mökkurinn norðurhimininn. Myndina tók Þorkell Máni Pétursson.

Af Þverártindsegg



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica