Fréttir
skýjafar
Skýjafar séð úr Flóa í júní 2009.

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2011

21.2.2011

Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Orkugarði, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. febrúar 2011. Þingið verður sett kl. 13:30. Dagskráin er fjölbreytt, eins og sjá má hér að neðan. Fjallað er um vinda, ský, hita, úrkomu og öskufoksmælingar.

Aðgangur að þinginu er ókeypis og þingið er opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Dagskrá:

  • 13:30 - Inngangur
  • 13:35 - Haraldur Ólafsson: Hafgolan, brekkuvindurinn og hæðarvindurinn í upphæðum á sumrin
  • 13:50 - Elín Björk Jónasdóttir: Að auka endurkast skýja
  • 14:05 - Kristján Jónasson: Líkön af vindhraða mældum í mastrinu við Bústaðaveg 9 í Reykjavík
  • 14:20 - Kristín Hermannsdóttir: Veðurfréttir í sjónvarpi - fortíð, nútíð og framtíð

14:35 Kaffihlé

  • 15:00 - Einar Sveinbjörnsson: Kuldaskil og snöggar hitabreytingar
  • 15:15 - Þóranna Pálsdóttir: Sjálfvirkar úrkomumælingar og úrvinnsla þeirra
  • 15:30 - Sibylle von Löwis: Öskufoksmælingar í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum
  • 15:45 - Birgir Hrafnkelsson: Leitni í hitastigi 

16:00 - Þingi slitið

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins. Athugið að þingið hefst 30 mínútum síðar en áður var auglýst.  Að loknu Þorraþingi heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn og hefst hann kl. 16:15,  eftir stutt kaffihlé.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica