Fréttir
Nature, forsíða 18. nóv.
Nature, forsíða 18. nóv. 2010. Grein um eldgosið í Eyjafjallajökli. Leyfi: Nature. Forsíðumynd: Fredrik Holm.

Eldgosið í Eyjafjallajökli á forsíðu Nature

18.11.2010

Grein um eldgosið í Eyjafjallajökli birtist í nýjasta hefti hins virta vísindatímarits Nature. Greinin er forsíðugrein og fjallar um aðdraganda gosanna í Eyjafjallajökli 20. mars til 23. maí 2010 og er samstarfsverkefni innlendra og erlendra stofnana og vísindamanna. Stofnanirnar eru Jarðvísindastofnunar Háskólans (JHÍ), Tækniháskólinn í Delft, Hollandi (TD), Veðurstofa Íslands (VÍ), Háskólinn í Gautaborg (UG) og Wisconsin-háskólinn í Madison, Bandaríkjunum (WM).

Freysteinn Sigmundsson og Sigrún Hreinsdóttir, sérfræðingar á Jarðvísindastofnun Háskólans, leiddu rannsóknina. Aðrir höfundar eru Andrew Hooper (TD), Þóra Árnadóttir (JHÍ), Rikke Pedersen (JHÍ), Matthew J. Roberts (VÍ), Níels Óskarsson (JHÍ), Amandine Auriac (JHÍ), Judicael Decriem (JHÍ), Páll Einarsson (JHÍ), Halldór Geirsson (VÍ), Martin Hensch (JHÍ), Benedikt G. Ófeigsson (JHÍ), Erik Sturkell (UG), Hjörleifur Sveinbjörnsson  (VÍ) og Kurt L. Feigl (WM).

Útdrátt úr greininni má finna á vefsetri Nature, einnig ítarlegri umfjöllun. Þá var fjallað um greinina á vefsetri Jarðvísindastofnunar HÍ, sem og á vefsetri RÚV.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica