Fréttir

Íslenskur forseti ESC

13.9.2010

Nýr forseti ESC
16-Steinunn
Steinunn S. Jakobsdóttir. Ljósmyndir Rutar.

Á allsherjarþingi European Seismological Commission (ESC), sem haldið var í Montpellier í Frakklandi í síðustu viku, var Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands, kosin forseti samtakanna til tveggja ára. Kosning hennar var einróma.

ESC er ein af nefndum IASPEI (International Association of Seismology and Physics of the Earth´s Interior) sem aftur heyrir undir IUGG (International Union of Geodesy and Geophysics).

Meginviðfangsefni ESC er að efla jarðskjálftafræði innan vísindasamfélagsins á svæðinu, þ.e. í Evrópu og löndunum við sunnanvert Miðjarðarhaf. Það er m.a. gert með því að stuðla að rannsóknum, efla og víkka út vísindalega samvinnu og þjálfa unga vísindamenn.

Allsherjarþing ESC hefur verið haldið annað hvert ár allt frá 1952.

Þingið var haldið í Reykjavík haustið 1996. Sóttu það um 450 manns frá 40 löndum og voru um 570 fræðileg erindi á dagskrá.

ESC logo 2010



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica