Fréttir
Jarðskjálftahrina við Grímsey
Jarðskjálftahrina við Grímsey.

Jarðskjálftahrina norður af Grímsey

23.7.2010

Jarðskjálftahrina hófst norðaustan við Grímsey seinni part gærdagsins og stendur hún enn.

Það sem af er þessum degi hafa mælst rúmlega 70 skjálftar á þessu svæði. Stærsti skjálftinn varð í morgun kl. 08:38 og var hann fjögur stig.

Engar tilkynningar hafa borist frá Grímsey um að skjálftinn hafi fundist þar. Flestir skjálftarnir eru á 10 - 13 kílómetra dýpi. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica