Fréttir
eyfj20100321b
Myndin sýnir jarðskjálftavirkni á gossvæðinu frá 19. mars fram að hádegi 21. mars.

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi

21.3.2010

Gosið hófst milli kl. 22:30 og 23:30 laugardaginn 20. mars. Gossprungan er um það bil 0,5 km löng og er í norðurhlíðum Fimmvörðuháls, austan við Eyjafjallajökul.

Jarðskjálftavirknin jókst samfellt til kl. 07:00-08:00 21. mars, þegar hún náði fyrst hámarki, en úr henni dró aftur um kl. 10.

Ný hrina hófst aftur um það bil klukkustund seinna en síðan hefur virknin ýmis aukist eða dregið úr henni.

Öskufall virðist lítið og hefur ekki enn sést í ratsjá Veðurstofunnar.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica