Fréttir
Desjarmýri á Borgarfirði eystri.
Desjarmýri á Borgarfirði eystra.

Úrhellisrigning á Austfjörðum síðasta sólarhring

5.8.2009

Úrhellisrigning var á Austfjörðum síðasta sólarhring. Úrkomumet var slegið á Desjarmýri á Borgarfirði eystra í morgun, 5. ágúst. Þar mældust 151,4 mm kl. 9 og er það langmesta úrkoma síðan úrkomustöð var sett upp þar árið 1998.

Mesta sólarhringsúrkomumagn á Desjarmýri frá árinu 1998:

151,4 mm 5. ágúst 2009
132,0 mm 22. ágúst 2001
108,8 mm 8. ágúst 1998

Mikið rigndi einnig á Dalatanga og mældist sólarhringsúrkoman þar 138,2 mm í morgun og er það fjórða hæsta gildi síðan árið 1949.

Mesta sólarhringsúrkoma á Dalatanga frá 1949:

200,0 mm 3. október 1983
159,8 mm 17. september 1980
149,3 mm 3. júlí 1977
138,2 mm 5. ágúst 2009
133,8 mm 28. október 1972

Mikil rigning var á sama tíma á öðrum stöðvum á Austfjörðum þótt engin met hafi verið slegin. Á sjálfvirkri stöð á Fáskrúðsfirði mældust 102,0 mm og 91,3 mm á sjálfvirkri stöð á Neskaupstað og 85,9 mm á mannaðri úrkomustöð þar.

Sjálfvirkar athuganir sýna að það fór að rigna upp úr hádegi í gær (þann 4.) og rigndi jafnt og þétt í 20 klukkustundir. Ekki stytti upp fyrr en rúmlega níu í morgun (þann 5.)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica