Fréttir
Skjálftahrina við Trölladyngju á Reykjanesskaga
Skjálftahrina hófst í kvöld 31. júlí við Trölladyngju, um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík og austur af Keili. Stærsti skjálftinn, um þrír að stærð, varð kl 23:46 og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Um 70 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu fyrstu tvo tímana, á stærðarbilinu -0,2 - 3,0. Heldur hefur dregið úr tíðni jarðskjálfta. Skjálftahrinur eru algengar á Reykjanesskaga.