Fréttir
Strákagil
Gengið í Strákagili í Goðalandi.

Júní 2009

Stutt tíðarfarsyfirlit

1.7.2009

Tíð var almennt hagstæð, hiti var yfir meðallagi um land allt, en úrkoma heldur undir meðallagi. Lengst af var hægviðrasamt. Loftþrýstingur var óvenjuhár.

Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,1 stig og er það 1,1 stigi ofan meðallags í júní. Flestir júnímánuðir þessarar aldar hafa verið mjög hlýir. Á Akureyri var meðalhitinn 9,7 stig, 0,5 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 9,4 stig og er það 1,0 stigi ofan meðallags, á Hveravöllum var meðalhitinn 6,8 stig, 1,9 stigi ofan meðallags.

Hitafar

stöð hiti vik röð af
Reykjavík 10,1 1,1 21 139
Stykkishólmur 9,4 1,3 22 164
Bolungarvík 8,5 1,4 32 112
Akureyri 9,7 0,5 47 128
Egilsstaðir 9,1 0,4 22 60
Dalatangi 6,9 0,7 19 71
Höfn í Hornaf. 9,4 1,0
Stórhöfði 9,3 1,3 13 113
Hveravellir 6,8 1,9 5 44


Úrkoma í Reykjavík mældist 29 mm og er það um 58 prósent meðalúrkomu í júní. Talsvert þurrara var í júní í fyrra. Á Akureyri mældist úrkoman í mánuðinum 16 mm og er það um 57 prósent meðalúrkomu í júní. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 46 mm.

Sólskinsstundafjöldi var nærri meðallagi. Í Reykjavík mældust þær 164 og er það tveimur stundum umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 191 eða 14 stundum umfram meðallag.

Hæsti hiti í mánuðinum mældist á Egilsstaðaflugvelli þann 29., 26,3 stig, það er nýtt hitamet fyrir þann dag. Hæsti hiti á mannaðri veðurstöð mældist sama dag á Grímsstöðum á Fjöllum, 23,8 stig.

Lægsti hiti mánaðarins mældist -5,3 stig á Gagnheiði þann 7. Lægsti hiti í byggð mældist í Miðfjarðarnesi þann 11., -4,2 stig. Þar var einnig lægstur hiti á mannaðri stöð, -3,4 stig sama dag.

Loftþrýstingur var óvenjuhár. Í Reykjavík nánast sá sami og í júní 1971, en í Stykkishólmi lítillega lægri en í þeim mánuði. Svipaður mánaðarþrýstingur mældist einnig 1902 og 1897 en þrýstingur í júní 1824 var nokkuð hærri.

Vindar voru hægir, ekki hefur verið jafnhægviðrasamt á sjálfvirkum stöðvum í byggð þann tíma sem meðaltöl eru til fyrir (frá og með 1996). Á mönnuðu stöðvunum hefur ekki verið hægviðrasamara síðan í júní 1963, en meðalvindhraði var þó svipaður í júní 1987 og 1982. Samanburðurinn nær aftur til 1949.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica