Fréttir
Kort sem sýnir reiknuð áhrif.
Kort sem sýnir reiknuð áhrif af skjálftanum við Krýsuvík 25. júní 2009.

Jarðskjálfti við Krýsuvík

25.6.2009

Jarðskjálfti, af stærðinni 4,0 með upptök 4,1 km NA af Krýsuvík, varð kl. 17:20 í dag.

Hann fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi en ekki hafa borist tilkynningar frá Reykjanesbæ eða Grindavík.

Annar skjálfti sem var 3,3 að stærð varð tveimur tímur síðar þ.e. kl. 19:20. Upptök hans voru 4,9 km NA af Krýsuvík. Hann fannst í Reykjavík.

Allnokkur virkni hefur verið á þessu svæði síðan í skjálftunum 19. júní.

Náið er fylgst með jarðskjálftavirkninni.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica