Fréttir
Jarðskjálfti við Krýsuvík
Jarðskjálfti, af stærðinni 4,0 með upptök 4,1 km NA af Krýsuvík, varð kl. 17:20 í dag.
Hann fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi en ekki hafa borist tilkynningar frá Reykjanesbæ eða Grindavík.
Annar skjálfti sem var 3,3 að stærð varð tveimur tímur síðar þ.e. kl. 19:20. Upptök hans voru 4,9 km NA af Krýsuvík. Hann fannst í Reykjavík.
Allnokkur virkni hefur verið á þessu svæði síðan í skjálftunum 19. júní.
Náið er fylgst með jarðskjálftavirkninni.